Setja söfnun á stað undir yfirskriftinni „Deyja úr hungri“

USAID Africa Bureau - Wikipedia

Nokkur kraftmikil ungmenni hafa sett af stað átak í tengslum við hungursneyðina í Jemen og vinna að þessu átaki með UNICEF. Þetta mikilvæga framtak mun ganga undir nafninu „Deyja úr hungri“ sem vísar til algengrar staðhæfinga hjá Íslendingum. Líklega þekkja þó fáir, sem notast við staðhæfinguna, nákvæmlega þessa tilfinningu.

Hugmynd ungmennanna er að setja saman matseðil með þekktum íslenskum réttum á mismunandi verði. Þetta er allt frá „pylsu og kók“ yfir í „steik og vínglas“. Skorað verður á íslensk ungmenni að velja sér einn rétt af matseðlinum og gefa andvirðið til þeirra sem raunverulega eru að deyja úr hungri. Söfnunin fer fram í gegnum AUR-aðgang UNICEF. Fólki verður gert kleift að leggja sitt af mörkum á samfélagsmiðlinum Instagram með því að deila vali sínu á Insta-story frá síðu átaksins @deyjaurhungri á Instagram.

Ungmennin sem standa að þessu ætla að hafa samband við veitingastaði og bjóða þeim þátttöku með því að setja rétti á matseðil átaksins. Rétturinn verður teiknaður upp og notaður sem myndrænt efni í þessari skemmtilegu herferð gegn vægu auglýsingagjaldi sem rennur til barnanna í Jemen.

Sara Mansour, einn skipuleggjenda, segist vona allir leggist á eitt þar sem neyðin í Jemen sé mikil. Þetta sé skemmtilegt og mikilvægt framtak og vonandi geti sem flestir tekið þátt. Sem dæmi nefnir Sara að fimm þúsund íslenskar krónur duga til að kaupa vítamínbætt jarðhnetumauk fyrir hundrað vannærð börn.

Þeir sem vilja fylgjast með þróun þessa verkefnis geta fylgst @deyjaurhungri á Instagram.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist