Þúsundir heimilislausra fá snjallsíma

Þúsundir heimilislausra í Bretlandi eiga von á því að fá …
Þúsundir heimilislausra í Bretlandi eiga von á því að fá gefins snjallsíma á næstunni en fyrirtækið Crisis vinnur nú að verkefni sem gengur út á að sporna gegn einangrun heimilislausra og hjálpa þeim að vera betur tengdir. Ljósmynd/Unsplash

Þúsundir heimilislausra í Bretlandi eiga von á því að fá gefins snjallsíma á næstunni. Er þetta hluti af verkefni til þess að sporna gegn einangrun og hjálpa þeim að vera betur tengdir. Góðgerðarsamtökin Crisis sérhæfa sig í að styðja við heimilislausa og ætla að gefa snjallsíma og netumferð fyrir 700.000 pund, eða um 126 milljónir íslenskra króna. Eru þau í samstarfi við símfyrirtækið Tesco Mobile sem mun skaffa símkortin og netþjónustu.

Þar sem mikið af upplýsingum um Covid-19 berst fólki í gegnum netið hefur þetta neyðarástand aukist mikið hjá þeim sem ekki hafa aðgang að veraldarvefnum. Talið er að í kringum 300 þúsund einstaklingar séu heimilislausir í Bretlandi. Þegar þú hefur ekki aðgang að neti er erfitt að fá aðgengi að úrræðum, stuðningi frá ríkinu, leita að vinnu og svo framvegis.

John Sparkes, forstjóri Crisis, segir að aðgengi að síma og neti hafi verið virkilega mikilvægt fyrir fólk á tímum sem þessum, til þess að geta verið tengt og fylgst vel með öllu sem á sér stað. Þrátt fyrir það eru margir sem ekki hafa tök á að eiga síma og þar af leiðandi getur það ýtt undir einangrun og kvíða. Á meðan útgöngubannið stóð útveguðu þau 1.000 síma til þeirra sem í neyð eru, með von um að hjálpa þeim að hafa samband við fjölskyldur sínar og finna öruggan stað til þess að vera á. Þau ætla að halda þessu áfram af miklum krafti og vonast til þess að sjá jákvæðar og uppbyggilegar breytingar hjá þeim sem þurfa nauðsynlega á þessu að halda.

Flott og mikilvægt framtak!

Frétt Positive News.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist