Loðinn hástökkvari slær met

Skjáskot úr myndskeiði

Ég rakst á svo ótrúlega krúttlegt myndband af hástökkvara að slá persónulegt met. Hástökkvarinn var ekki beint hefðbundinn, en hér er um litla og loðna kanínu að ræða. Á myndbandinu má sjá hana hlaupa að og setja alla sína einbeitingu og orku í það að ná hástökkinu sem henni tekst síðan með glæsibrag, og stekkur hærra en ég hefði nokkurn tíma haldið að væri hægt.

Mér finnst þetta einhvern veginn táknrænt að mörgu leyti, eða ég allavega valdi að túlka það svoleiðis. Hindranir leynast víða, geta allt í einu mætt okkur og við gerum kannski ráð fyrir því að það sé ómögulegt að ná yfir þær. En með einbeitingu, kraftinum sem við búum yfir og trú á eigin getu eru ótrúlegustu hlutir mögulegir og þessi sæta kanína minnir okkur á það. Við getum nefnilega oft hoppað hærra en við höldum!

Hér að neðan má sjá kanínuna slá metið sitt. 


 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist