Hjálpar hundruðum munaðarlausra lamba

Ástralinn Trish Lambkin hefur prjónað hundruð peysa fyrii munaðarlaus lömb …
Ástralinn Trish Lambkin hefur prjónað hundruð peysa fyrii munaðarlaus lömb enda geta lömbin ekki stjórnað hitastigi sínu sjálf án móður sinnar. Lömbin sem sjást á myndinni þurfa ekki á peysu frá Lambkin að halda enda virðast þau hamingjusöm í hlýju móður sinnar. Árni Sæberg

Hinni áströlsku Trish Lambkin var greinilega ætlað að verða mikil vinkona lamba. Ekki nóg með að nafn hennar innihaldi orðið lamb þá hefur hún einnig prjónað fleiri hundruð peysur fyrir munaðarlaus lömb. Undanfarna mánuði hefur verið útgöngubann í heimaborg hennar Perth sökum Covid-19 og hefur hún aldeilis geta nýtt tímann í þessa miklu snilld.

Peysurnar sem hún prjónar hjálpa lömbunum að halda réttu hitastigi í líkömum sínum. Lömbin geta ekki stjórnað hitastigi sínu sjálf og þurfa á hjálp móður sinnar að halda. Þeim lömbum sem hefur verið hafnað og/eða eiga engan að standa þar af leiðandi í miklum vanda hvað þetta varðar. Því gera þessar peysur heilmikið gagn.

Samkvæmt Trish Lambkin er ættarnafn hennar margra alda gamalt og telur hún það upprunalega koma frá forfeðrum sínum sem voru smalar. Hlutverk þeirra var að passa upp á lömbin og því má gera ráð fyrir að þessari öflugu konu sé þetta í blóð borið. Fallegt og skemmtilegt!mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist