Tveir með tvö á toppnum

Ingó veðurguð er með tvö lög á topp tíu á …
Ingó veðurguð er með tvö lög á topp tíu á Tónlistanum, þar af heldur hann fyrsta sætinu á listanum með þjóðhátíðarlaginu 2020, Takk fyrir mig, sem hefur slegið í gegn þrátt fyrir að engin Þjóðhátíð hafi verið haldin í Vestmannaeyjum í ár. Ljósmynd/Mummi Lu

Tveir tónlistarmenn eru með tvö lög á topp tíu á Tónlistanum þessa stundina sem er afar óvenjulegt að sögn DJ Dóru Júlíu sem kynnti listann á K100 í gær. 

Annar flytjendanna er Ingó veðurguð, sem er, aðra vikuna í röð, með þjóðhátíðarlag ársins, Takk fyrir mig, í fyrsta sæti á tónlistanum. Þjóðhátíðarlag kappans er jafnframt ekki bara í fyrsta sæti í útvarpinu heldur einnig Spotify. Er lag Ingó, Í kvöld er gigg, einnig að finna ofarlega á listanum í sæti sex.

The Weeknd er einnig með tvö lög í topp tíu en lag hans Blinding Lights er búið að haldast í topp tíu allt árið 2020 að sögn Dóru Júlíu og er nú í 7. sæti. Lagið In your Eyes kemur svo í kjölfarið í 8. sæti.

Esjan í hálft ár á listanum

Lagið Esjan með Bríeti, sem hefur sannarlega slegið í gegn meðal landsmanna á árinu, vekur einnig athygli Dóru Júlíu en lagið hefur nú verið á Tónlistanum í nákvæmlega hálft ár, eða 26 vikur. Þar af hefur það verið í 23 vikur í topp tíu á listanum og er nú í fjórða sæti.

Tónlistinn, 40 vinsælustu lög landsins, er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðenda og er eini opinberi vinsældalisti landsins. DJ Dóra Júlía kynnir listann á sunnudögum á K100 á milli 16:00 og 18:00. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify. 

10 vinsælustu lög landsins þessa vikuna

  • 1. Ingó veðurguð  Takk fyrir mig
  • 2. Herra Hnetusmjör – Stjörnurnar    
  • 3. Will Ferrell og My Marianne  Húsavík  My Hometown 
  • 4. Bríet  Esjan  
  • 5. Helgi Björnsson  Það bera sig allir vel 
  • 6. Ingó veðurguð  Í kvöld er gigg  
  • 7.  The Weeknd  Binding Lights   
  • 8.  The Weeknd  In Your Eyes 
  • 9. Jason Derulo og Jawsh 685 – Savage Love 
  • 10. Harry Styles  Watermelon Sugar  

Listann í heild sinni finnur þú með því að smella hér

DJ Dóra Júlía kynnir Tónlistann Topp 40 alla sunnudaga á …
DJ Dóra Júlía kynnir Tónlistann Topp 40 alla sunnudaga á K100.
mbl.is