Hæsta sólblóm landsins gnæfir yfir húsið

Sólblóm Douglas Smith gnæfir nú yfir hús hans og uppfyllir …
Sólblóm Douglas Smith gnæfir nú yfir hús hans og uppfyllir því ósk sonarins um sólblóm sem væri stærra en heimilið. Samsett ljósmynd: Unsplash, Skjáskot af Youtube

Í Hertfordshire í Englandi er að finna stærsta sólblóm Bretlands. Sólblómið stendur í garði manns að nafni Douglas Smith, en 4 ára sonur Smith’s, drengur að nafni Stellan, hafði beðið föður sinn að gróðursetja sólblóm sem yrði hærra en húsið þeirra.

Smith gróðursetti það 28.mars á meðan að útgöngubanni stóð og er blómið nú orðið yfir 20 fet eða 6 metrar, sem gerir það ekki einungis hærra en húsið heldur hæsta sólblóm Bretlands.

Samkvæmt Smith á það enn eftir að stækka. Þetta lífgar svo sannarlega upp á hverfið og veitir gleði, þá sérstaklega hjá hinum 4 ára Stellan.

Ég hefði ekkert á móti því að hafa risastórt sólblóm úti í garði hjá mér!

Frétt The Sun.mbl.is