Elstur til að útskrifast

Það er aldrei of seint að láta drauma sína rætast og hafa trú á sér. Hinn 96 ára gamli Giuseppe Paterno veit það, en hann útskrifaðist á dögunum úr þriggja ára námi sem elsti nemandi Ítalíu. Hafði hann mætt í tíma með öðrum nemendum og sinnt náminu vel.

Ólst upp við fátækt

Giuseppe ólst upp við mikla fátækt, barðist í seinni heimsstyrjöldinni og eftir að hann fór úr hernum hóf hann að vinna við að leggja járnbrautir. Hann dreymdi þó alltaf um að fara í nám og árið 2017, þá 93 ára gamall, ákvað hann að láta slag standa og skrá sig í sögu og heimspeki við Háskólann í Palermo.

Giuseppe sagði að þekking væri eins og ferðataska sem hann tæki með sér í lífsins ferðalag og að þetta hafi verið nú eða aldrei. Hann yrði að kýla á þetta, trúa á sig og skella sér í skóla. Hann útskrifaðist í síðastliðinni viku og var hvorki meira né minna en efstur í bekknum. Virkilega vel gert og sýnir okkur að það er allt hægt ef trú á eigin getu er fyrir hendi. Ekki efast um þig!

mbl.is