Það nýjasta til að detta inn í um helgina

Fullt af nýjum þáttum og kvikmyndum lenda á Netflix og …
Fullt af nýjum þáttum og kvikmyndum lenda á Netflix og öðrum streymisveitum um helgina. Ljósmynd/thequotecatalog

Bíósérfræðingurinn Björn Þórir Sig­urðsson eða „Bíó-Bússi“ stiklaði á stóru um allt nýjasta sjónvarpsefnið á vinsælustu streymisveitunum á K100 í vikunni. Er úr ýmislegu að velja en fullt af nýjum þáttum, heimildaþáttum og kvikmyndum er nú þegar aðgengilegt fyrir kósíkvöldið. 

The Fugitive

Þáttaröðin The Fugitive er nýkomin inn á Quibi og er Kiefer Sutherland er flottur í endurgerð af þessari vinsælu seríu.


Immigration Nation

Heimildaþáttaröðin Immigration Nation er nýkomin inn á Netflix en þar er heimur innflytjenda undir stjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta skoðaður í Bandaríkjunum. 

Anelka: Misunderstood

Netflix-heimildaþættirnir Anelka: Misunderstood fjalla um knattspyrnumanninn Nicolas Anelka og undarlegan og umdeildan feril hans.

An American Pickle

Kvikmyndin An American Pickle kom inn á HBO Max 6. ágúst en kvikmyndin fjallar um fátækan verkamann sem flytur til Bandaríkjanna árið 1920 með drauma um betra líf. Myndin er byggð á bók eftir Simon Rich. 

The Rain

Sería þrjú af The Rain er nú komin inn á Netflix. Baráttan milli Rasmus og Simone heldur áfram en þau þurfa að leggja allan sinn kraft í að reyna að bjarga mannkyninu frá veirunni.

Hitmen

Fyrsta serían af Hitmen er nú komin inn á Peacock. Serían fjallar um vinina Fran og Jamie sem starfa saman sem leynimorðingjar. Þessir undarlegu vinir eru þó alls ólíkir flestum leigumorðingjum sem maður á að þekkja. 

Work it

Kvikmyndin Work it kom inn á Netflix föstudaginn 7. ágúst. Myndin fjallar um Quinn Ackerman sem þarf að standa sig í danskeppni til þess að komast inn í draumaháskólann og leggur allt sitt í að elta drauminn. 

Howard

Heimildamyndin Howard kom inn á Disney+ föstudaginn 7. ágúst. Myndin fjallar um goðsögnina Howard Ashman sem er maðurinn á bak við mörg eftirminnilegustu Disneylögin sem flestir eiga að þekkja.

We Hunt Together

Fyrsta serían af We Hunt Together byrjar sunnudaginn 9. ágúst á Showtime BBC. Þættirnir fylgja eftir tveimur leynilögreglum sem reyna að elta uppi stórhættulega morðingja. 

(Un)Well

Fyrsta sería af heimildaþáttunum (Un)Well kemur inn á Netflix 12. ágúst næstkomandi. í seríunni verður ítarlega fjallað um heim heilsunnar og heilbrigðisiðnaðarins og endalausa leit mannsins að heilbrigði og heilsu.

The Swamp

Heimildarmyndin The Swamp er nýkomin inn á HBO. Myndin fjallar um það hvað gerist bak við tjöldin í stjórnmálunum í Washington og fylgst með þremur repúblikunum keppast við að gera forsetanum, Donald Trump, til geðs.mbl.is