Karlmenn oft í ruglinu með mataræði

Beta Reynis, næringarfræðingur.
Beta Reynis, næringarfræðingur. mbl.is/úr einkasafni

Elísabet Reynisdóttir, eða Beta Reynis eins og hún er jafnan kölluð, næringarfræðingur og þerapisti, segir ótrúlega marga ekki hafa neina hugmynd um það hvar eigi að byrja þegar á að breyta líferni og mataræði til hins betra. Segir hún karlmenn sérstaklega oft vera „í ruglinu“ með mataræði og lífsstíl.

Hún ræddi um þau tól sem hægt er að nýta til að undirbúa breytt líferni og um ráðgjöf sína í stúdíói K100 í gær. 

„Það eru ótrúlega margir sem hafa bara enga hugmynd. Sérstaklega karlmenn, og eru algjörlega í ruglinu með mataræði og lífsstílinn sinn. Svo þegar ég útskýri fyrir þeim að þetta hafi allt áhrif á sjúkdóma og annað þá er eiginlega engin tenging þar á milli. Konur eru með aðeins meiri meðvitund gagnvart þessu,“ sagði Beta. 

Sagði hún að karlmenn hefðu oft sérstaklega gott af því að koma í ráðgjöf og benti á að hún hefði tvisvar sinnum fengið karlmenn til sín sem eiginkonurnar sendu í meðferð hjá henni. „Þeir eru ennþá hjá mér en ekki þær,“ sagði hún kímin. 

Hægt er að fylgjast með Betu Reynis á facebooksíðu hennar en hún stefnir á að opna vefsíðuna betareynis.is á næstu dögum. 

Hlustaðu á allt viðtalið við Betu í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist