Syngja um dótakassa lesbíunnar

Hluti af hljómsveitinni Ukulellurnar fór á kostum í Ísland vaknar …
Hluti af hljómsveitinni Ukulellurnar fór á kostum í Ísland vaknar á Hinsegin100 í dag þar sem lagið „Dótakassi lesbíunnar“ var flutt í beinni í útvarpinu. Facebook/Ukulellur

Ukulellurnar, tónlistarhópur sem samanstendur af hópi 12 samkynhneigðra kvenna, mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar í tilefni af Hinsegin dögum og því að stöðin ber nafnið Hinsegin100 í allan dag. Fræddu þær hlustendur um dótakassa lesbíunnar með söng og ukulele spili eins og þeim einum er lagið.

Ukulellurnar vöktu að vana mikla kátínu í þættinum með gríni og glensi eins og þær eru þekktar fyrir en þæt staðfestu að í stúdíóinu væri nokkurs konar „Covid útgáfa“ af hljómsveitinni enda vantaði nokkra meðlimi.

Stórskemmtilegan flutning Ukulellanna á laginu „Dótakassi lesbíunnar“ má sjá og heyra hér að neðan en spjallið við hljómsveitina má heyra í spilaranum neðst í fréttinni.


 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist