„Gleðilegt frelsi til þess að elska“

„Sumir eiga það til að hræðast það að klæða sig …
„Sumir eiga það til að hræðast það að klæða sig upp í liti en við ykkur vil ég segja: „Verið óhrædd og leyfið ykkur að kýla á það”.

Gleðilegt Pride og Hinsegin100 dag. Þrátt fyrir það að gleðigangan verði ekki um helgina er mörgu að fagna og mikilvægi Pride ómetanlegt. Ég vona að fólk hafi að minnsta kosti tækifæri til þess að vera í góðum gír heima fyrir, hlusta á frábæra tónlist og fagna fjölbreytileikanum og frelsi ástarinnar. Mig langaði aðeins í þessum ljósa punkti dagsins að tala um litagleði Pride og fara yfir fallega fánann sem stendur fyrir þessa mögnuðu og ómetanlegu hreyfingu.

Pride fáninn er líklega litríkasti fáni sem til er og …
Pride fáninn er líklega litríkasti fáni sem til er og hann samanstendur af sex röndum ólíkra lita sem minna á regnboga. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Eins og flestallir vita sem við mig kannast er ég forfallinn aðdáandi lita og þeirrar gleði sem hún hefur í för með sér. Litir geta svo sannarlega lyft manni upp og gert gráa daga bjartari og skemmtilegri. Sumir eiga það til að hræðast það að klæða sig upp í liti en við ykkur vil ég segja: „Verið óhrædd og leyfið ykkur að kýla á það”. Klæðist því sem þið viljið og takið áhættur ef ykkur langar. Við lifum fyrir okkur sjálf og það er undir okkur komið að finna út úr því hver við erum og hvernig við viljum „representa” okkur.

Pride fáninn er líklega litríkasti fáni sem til er og hann samanstendur af sex röndum ólíkra lita sem minna á regnboga. Fáninn kom á sjónarsvið 1978 í San Fransisco og var upprunalega með átta liti, sem svo var fært niður í sex. Hann er hannaður af listamanninum Gilbert Baker og hefur verið táknrænn fyrir hreyfingu LGBTQ+ um allan heim. Hver litur hefur sérstakt hlutverk og sérstaka þýðingu. Rauður táknar líf, appelsínugulur táknar heilun, gulur táknar sólargeisla, grænn táknar náttúru, blár táknar samlyndi og fjólublár táknar anda eða hugarástand (e.spirit). 

Það er mikill kraftur fólginn í þessum fallega fána og litir geta svo sannarlega sagt sögu og haft áhrif. Við getum verið virkilega þakklát fyrir það og verið þakklát fyrir þá þróun sem hefur átt sér stað hvað varðar frelsi undanfarna áratugi. Ást er ást og ást er frelsi. Gleðilegt frelsi til þess að elska.

View this post on Instagram

Love is love. Love is freedom. Happy Pride ❤️🧡💛💚💙💜

A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) on Aug 17, 2019 at 9:21am PDT

 Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is