Hætti að drekka gos með hjálp TikTok

Rohit Roy náði að hætta gosdrykkju með hjálp samfélagsmiðilsins TikTok. …
Rohit Roy náði að hætta gosdrykkju með hjálp samfélagsmiðilsins TikTok. Gerði hann þetta eftir að læknir hans ráðlagði honum að minnka drykkju á sykruðum gosdrykkjum. Getty images

Árið 2020 hefur án efa gefið flestum mikinn tíma með sjálfum sér og hefur boðið upp á hin ýmsu tækifæri til þess að líta inn á við. Einhverjir hafa sett sér persónuleg markmið með von um að láta sér líða betur og er gaman að sjá hvað þau geta verið ótrúlega ólík.

Ég rakst á uppbyggilega og skemmtilega frétt af Rohit Roy frá Melbourne í Ástralíu. Roy var mikill gosdrykkjumaður og hafði læknirinn hans í langan tíma ráðlagt honum að hætta að drekka gos. Honum þótti það virkilega erfitt, enda auðvelt að ánytjast gosinu. Hann fór því á myndbandsforritið TikTok í von um smá kraft. Í upphafi deildi hann myndbandi af sér að segjast ætla að halda sig frá gosinu alla daga nema sunnudaga, en þá myndi hann leyfa sér að fá sér gos.

Þann 7.júní deildi hann sýnu fyrsta myndbandi á TikTok og sagðist vita að þetta forrit væri mestmegnis notað í skemmtanagildi en hann væri að leitast eftir stuðningi og þakkaði fyrirfram fyrir hann. Þegar kom svo að sunnudeginum kom allt fyrir ekki, hann ætlaði að sleppa því að fá sér gosdrykk. Þannig hefur þetta haldið áfram í allt sumar með myndbandi á hverjum degi þar sem hann segist ekki hafa drukkið einn einasta gosdrykk yfir daginn.

Myndböndin, sem eru einlæg af Roy sjálfum að tala beint í myndavélina, hafa fengið milljónir spilana með fjöldann allan af fólki að hvetja hann áfram. Honum þykir mikilvægt að vera einlægur og hreinskilinn við alla, og er þakklátur fyrir athyglina sem hann vonar að geti geti veitt öðrum hvatningu og innblástur til þess að skapa breytingu á lífi sínu til hins betra. „Þau þurfa að trúa á sig sjálf og byrja þeirra eigin ferð. Við erum öll mikið sterkari en við höldum. Þetta er bara spurning um að byrja. Því fyrr sem þú byrjar því betra verður það.”

Frétt CTV News.

Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is