Gæfusöm að vera Íslendingar

Tvífarar? Í Ísland vaknar kom það til tals að Herbert …
Tvífarar? Í Ísland vaknar kom það til tals að Herbert væri nokkuð líkur söngvaranum Bono með sólgleraugun sem Herbert gekk með þann daginn en hann sagðist hafa pantað gleraugun frá Bandaríkjunum.

Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson gaf út glænýtt lag á dögunum, lagið Lífið. Í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar í vikunni sagði hann lagið einfaldlega fjalla um það sem heiti lagsins gefi til kynna: Lífið.

„Þetta er bara um lífið og að kunna að meta lífið. Hvað við erum gæfusöm að vera Íslendingar og eiga lífið. Geta verið til og borðað góðan mat og verið í svona þætti eins og þessum og spjallað,“ sagði Herbert.

Hlusta má á lagið lífið á streymisveitunni Spotify.Allt spjallið við Herbert í Ísland  vaknar má sjá hér að neðan.

 

mbl.is