„Erfitt að finna vonina á krísutímum“

í fyrsta skipti í 128 ára sögu Vogue hafa allar …
í fyrsta skipti í 128 ára sögu Vogue hafa allar 26 útgáfur blaðsins ákeðið að sameinast í því að fagna jákvæðum röddum um allan heim sem krefjast breytinga og leggja sitt af mörkum. Munu því allar forsíður september blaðsins ganga undir nafninu Vogue Hope og þemað vera hið sama hjá ólíkum löndum. Ljósmynd/Unsplash

Tímaritið Vogue gaf á dögunum út tilkynningu um septemberútgáfu blaðsins, sem jafnan er stærsta blað ársins hjá þeim hvað varðar bæði tísku og blaðsíðufjölda. Nú í fyrsta skipti í 128 ára sögu Vogue hafa allar 26 útgáfur blaðsins ákeðið að sameinast í því að fagna jákvæðum röddum um allan heim sem krefjast breytinga og leggja sitt af mörkum. Munu því allar forsíður septemberblaðsins ganga undir nafninu Vogue Hope og þemað vera hið sama hjá ólíkum löndum. Von þeirra hjá Vogue er að sameina milljónir lesenda í jákvæðri hugsun fyrir framtíðina.

„Það getur verið erfitt að finna vonina á krísutímum, en á sama tíma finnst manni vonin mikilvægari en nokkru sinni fyrr,“ segir Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, og bætir við: „Vonin er hluti af okkar sameiginlega mannlega eðli, uppspretta gleði og innblásturs, og heldur okkur einbeittum inn í bjartari framtíð.“

Allir 26 ritstjórar Vogue hafa gefið frá sér „portfolio“-möppu sem inniheldur ljósmyndir, listaverk og greinargerð um það hvað vonin þýðir sérstaklega fyrir þau. Septemberútgáfan af Vogue kemur út næstkomandi föstudag og ég er spennt fyrir þessu frambærilega og skemmtilega verkefni.

Vonin er alls staðar og býr yfir þessum grípandi ofurkrafti sem meira að segja hátískan sækir í. Gleymum ekki voninni og jákvæðu hugsununum sem við búum yfir. Þótt það geti verið erfitt að sækja þær og finna fyrir þeim þá er það svo mikilvægt, og við eigum það skilið.

View this post on Instagram

"Hope may be hard to find at a moment of crisis, but it also feels more essential than ever," says Anna Wintour, @voguemagazine editor in chief and @condenast’s artistic director and global content adviser. "It’s part of our shared humanity, a source of delight and inspiration, and keeps us focused on a brighter future.” For the first time in Vogue's 128-year history, all 26 editions have united to celebrate positive voices from around the world that are pushing for change. Published in 19 languages and appearing throughout August and September, the 26 global editions of Vogue all celebrate hope with an aim to unite millions of readers worldwide with a positive vision of the future. As part of the #VogueHope project, all Vogue Editors-in-Chief have contributed to a portfolio of photography, artwork and reportage, representing what the theme uniquely means to them. Tap the link in our bio to see and read more.

A post shared by Vogue (@voguemagazine) on Aug 3, 2020 at 7:27am PDT

Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is