Sjáðu pönkrokksútgáfu af lagi Daða

Flutningur Punk Rock Factory á Think About Things er heldur …
Flutningur Punk Rock Factory á Think About Things er heldur betur ólíkur upprunalegum flutningi Daða og gagnamagnsins.

Nýrri og óvenjulegri ábreiðu af eurovisionsmelli Daða og gagnamagnsins, Think About Things, hefur nú verið deilt á myndbandsveitunni YouTube en um er að ræða sérstaka pönkrokksútgáfu af laginu. Er ábreiðan flutt af hljómsveitinni Punk Rock Factory og segir í lýsingu á laginu að hljómsveitin hafi fengið fregnir af því að lag Daða hefði án vafa unnið Eurovision þetta árið ef keppnin hefði verið haldin.

Eru flutningur og útsetning á laginu afar ólík upprunalegum rafmögnuðum og litríkum flutningi Daða og gagnamagnsins enda um afar ólíka tónlistarstefnu og -stíl að ræða en ábreiðuna áhugaverðu má sjá og heyra í spilaranum hér að neðan.

mbl.is