Andamamma ól upp 76 unga

Ekki er óalgengt að andamömmur taki að sér fleiri unga …
Ekki er óalgengt að andamömmur taki að sér fleiri unga en hennar eigin. Það að ala upp 76 unga er þó einstakt og má kalla það mikið afrek. Ómar Óskarsson

Ég rakst á dögunum á svo krúttlega mynd af magnaðri andamömmu frá árinu 2018. Dýralífsljósmyndarinn Brent Cizek náði á filmu mynd af önd leiða hóp 76 andarunga. Cizek var staddur við Bemidji-vatn sem þessi glæsilegi hópur svamlaði rólega yfir.

Það er víst ekki óalgengt að ein önd sameini stóran hóp af ungum þar sem talið er að endur ali ungana sína upp í kerfi sem kallast creche. Hins vegar er svona stór hópur óalgengur og er greinilega ofurmamma hér á ferð. Það hlýtur að krefjast yfirvegunar og ákveðni að sjá um svona stóran hóp, en allt er víst hægt með það að vopni.

Það er svo magnað hvað myndir geta sagt skemmtilega sögu og við óskum þessari flottu mömmu alls hins besta með þessa stóru fjölskyldu.

Andamömmuna duglegu ásamt ungum hennar má sjá á twittersíðu ljósmyndarans sem sést hér að neðan.

 Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist