Álfakynlíf helsti innblásturinn

Selma og Elísa í grínbandinu Bergmál hafa tekið upp á …
Selma og Elísa í grínbandinu Bergmál hafa tekið upp á ýmsu í gegnum tíðina en þær tóku meðal annars þátt í því að „syngja veiruna í burtu“ eins og svo margir aðrir í faraldrinum en þær gerðu það þó á nærbuxunum.

Rólegt hefur verið hjá grínbandinu Bergmáli, eins og hjá mörgum skemmtikröftum og tónlistarfólki undanfarið vegna útbreiðslu kórónuveirunnar, en Selma og Elísa í hljómsveitinni hafa þó nýtt tímann í að spila og búa til tónlist, að vanda með afar kómískum brag. Stúlkurnar fluttu lagið Nature í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 á föstudag og ræddu um tilurð lagsins sem fjallar um kynlíf með álfum.

„Við erum svona grínsveit og erum með skemmtileg og falleg lög en textarnir geta verið tvíræðir. Við reynum að vera settlegar,“ sögðu þær stöllur kímnar í viðtali við Ísland vaknar. 

„Þið munið kannski eftir því að það var ung kona sem var svolítið hrifin af álfum. Þessi kona, sem stundaði mök með álfum, gaf okkur svo mikinn innblástur og við sömdum lag um hennar álfaupplifun í náttúrunni. Þetta er rosa fallegt lag og þetta er merkileg kona,“ sögðu þær. „Þetta er bara besta upplifun sem þú getur fengið. Það er með álfunum.“

Hlustaðu á spjallið við grínbandið Bergmál í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is

#taktubetrimyndir