Þættir sem þú þarft að hámhorfa á um versló

Það er mikið úrval af þáttum til að hámhorfa uppi …
Það er mikið úrval af þáttum til að hámhorfa uppi í sófa, fjarri veðrum og veiru um verslunarmannahelgina Ljósmynd/Unsplash

Björn Þórir Sig­urðsson eða „Bíó-Bússi“, bíó­sér­fræðing­ur K100, tók saman lista yfir góða þætti sem er tilvalið að hámhorfa á um verslunarmannahelgina sem er með rólegra lagi en vanalega vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Godless (2017)

Netflix-míníserían Godless frá 2017 er frábært val til að hámhorfa á um helgina. Þættirnir fjalla um glæpagengi sem ríður um sveitir og skilur eftir sig sviðna jörð. Nú stefna þeir á bæinn La Belle þar sem nánast allir karlmenn eru fallnir frá og konurnar einar til varnar.

Rotten Tomato 85% 

IMDB 8,3


Mindhunter (2017)

David Fincher framleiðir þessa mögnuðu þætti um fæðingu BAU-deildarinar innan FBI í Bandaríkjunum. Sú deild starfar við að finna og handsama fjöldamorðingja. Tvær seríur af Mindhunter eru aðgengilegar inni á Netflix.

Rotten Tomato 97%

IMDB 8,6


Seven Seconds (2018)

Míníserían Seven Seconds frá 2018 fjallar um ungan hörundsdökkan dreng sem er keyrður niður af hvítum lögreglumanni og atburðarásina sem fylgir þegar reynt er að hylma yfir slysið. 

Rotten Tomato 77%

IMDB 7,7


When They See Us (2019)

Míníserían When They See Us frá 2019 vann til Emmy-verðlauna á sínum tíma en þeir fjalla um unglinga frá Harlem sem eru sakaðir um nauðgun á hvítri stúlku. Átakanlegir og góðir þættir til hámhorfs.

Rotten Tomato 96%

IMDB 8,9

Dark (2017)

Þrjár þáttaraðir af þáttaröðinni Dark er að finna á Netflix. Þættirnir eru þýskir og fjalla um fjölskyldu og hvarf tveggja barna. Þættirnir eru þó með afar dularfullu elementi sem kemur á óvart. 

Rotten Tomato 95%

IMDB 8,8


Unbelievable (2019)

Míníserían Unbelievable frá 2019 byggist á sönnum atburðum um unga konu sem er nauðgað en enginn vill trúa. Hún hefur lítið sem ekkert bakland og þegar lögreglumaður beitir hana þrýstingi dregur hún kæruna til baka og missir allan trúverðugleika.

Rotten Tomato 98%

IMDB 8,4


Bodyguard (2018)

BBC Míníserían Bodyguard fjallar um lífvörð sem byrjar að starfa hjá lögreglunni og fær afar erfitt verkefni þar sem hann lendir á milli steins og sleggju.

Rotten Tomato 93%

IMDB 8,1


Gangs of London

Þegar aðalleiðtogi glæpagengis er myrtur fer allt í háaloft í heimi gengja og glæpa í London.

IMDB 8,2

Rotten Tomato 83% mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir