Nýtt á Netflix fyrir verslunarmannahelgina

Það er fullt nýtt á Netflix fyrir þessa undarlegu verslunarmannahelgi.
Það er fullt nýtt á Netflix fyrir þessa undarlegu verslunarmannahelgi. Ljósmynd/Unsplash

Björn Þórir Sigurðsson eða „Bíó-Bússi“, bíósérfræðingur K100, stiklaði á stóru um nýjasta úrvalið af sjónvarpsefni sem má finna á Netflix og öðrum streymisveitum. Það er af nógu að taka þessa undarlegu verslunarmannahelgi sem margir stefna án vafa á að verja í kósí uppi í sófa vegna veðurs og veiru. 

The Umbrella Academy

Framhaldið á sögu undarlegu fjölskyldunnar í Umbrella Academy heldur áfram í annarri seríu af þáttunum sem duttu inn á Netflix í dag. Þættirnir eru byggðir á á teiknimyndasögu eftir Gerard Way söngvara My Chemical Romance.


Don't Look Deeper

Þættirnir Don't Look Deeper sem eru nýkomnir inn á streymisveituna Quib fjalla um framhaldsskólanema í tilvistarkreppu sem fer að efast um það hvort hann sé í raun mennskur.

BLACK IS KING

Kvikmyndin BLACK IS KING frá Beyoncé kemur inn á Disney+ í dag. Verkið er afsprengi The Lion King: The Gift sem kom út í tengslum við endurgerð Lion King sem kom út í fyrra en Beyoncé talaði einmitt fyrir ljónynjuna Nölu í myndinni.


Muppets Now 

Spunaþættir með brúðunum úr The Muppets og skemmtilegum gestum koma út í dag, 31. júlí, á Disney+.


Radioactive

Kvikmyndin Radioactive eftir Marjane Satrapi, höfund og leikstjóra Persepolis, er nýkomin inn á Amazon Prime. Myndin er byggð á magnaðri teiknimyndasögu sem ber nafnið Radioactive: Marie & Pierre Curie, A Tale of Love and Fallout eftir Lauren Redniss. Rosamund Pike er í aðalhlutverki í myndinni.

Fear City: New York vs. The Mafia

Áhugaverðir heimildaþættir um baráttu FBI við mafíuna í New York eru nýkomnir inn á Netflix.

Norsemen

Þriðja þáttaröðin af norsku gamanþáttunum Norsemen er loks komin á Netflix. Þættirnir hafa sannarlega slegið í gegn en þeir eru eins konar grínútgáfa af þáttunum Vikings og eru bæði teknir upp á norsku og ensku. 

KINGDOM

Þriðja sería af þáttunum Kingdom er komin inn á Netflix. Þættirnir eru fjölskyldusaga sem gerist í heimi MMA. Frank Grillo og Nick Jonas eru í aðalhlutverkum í seríunni sem hefur farið fram hjá mörgum. Nú gefst hins vegar tækifæri til að njóta.mbl.is