Grímurnar sem misheppnuðust

Margir hafa gert tilraunir með að hanna grímur sem eiga …
Margir hafa gert tilraunir með að hanna grímur sem eiga að líkja eftir andliti þeirra en með misgóðum árangri. Skjáskot af Twitter

Nú þegar andlitsgrímur eru komnar á lista yfir nauðsynjavörur víða um heim sem vörn vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hafa margir tekið upp á því að fá sér grímur sem eiga að líkjast andliti þeirra. Bandaríkjamaðurinn Cameron Mattis er einn þeirra sem pöntuðu sér slíka grímu en hann notaði mynd af sjálfum sér til að hanna grímu sem átti að líkja eftir neðri hluta andlits hans til að reyna að gera grímuna minna áberandi.

Hann byrjaði þó þráð á Twitter þar sem hann deildi afrakstrinum. Í færslunni á Twitter segir hann góðu fréttirnar vera að sérhannaða andlitsgríman hafi loks skilað sér til hans en vondu fréttirnar að eftirmyndin af andliti hans sé um það bil 20% of stór. Stórskemmtileg mynd af Cameron fylgir færslunni þar sem hann sýnir hvernig gríman lítur út á andliti hans.

Hátt í 60 þúsund manns hafa þegar svarað og deilt færslu Camerons og hafa margir deilt sínum eigin reynslusögum og myndum af svipuðum sérhönnuðum grímum sem misheppnuðust, við færsluna á Twitter. K100 tók saman nokkrar skemmtilegar útfærslur sem má sjá hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist