Þess vegna ættir þú að nota grímu

Bill Nye „The Science Guy“ útskýrir og sýnir hvernig grímur …
Bill Nye „The Science Guy“ útskýrir og sýnir hvernig grímur geta hjálpað til við að koma í veg fyrir smit kórónuveirunnar í myndböndum sem hafa slegið í gegn á TikTok. Skjáskot af TikTok

Myndbönd frá „vísindagaurnum“ Bill Nye, sem er einn þekktasti vísindamiðlari Bandaríkjanna, hefur farið sem eldur í sinu um netið en í myndböndunum, sem hann deildi á TikTok, útskýrir hann með einföldum hætti hvers vegna vísindasamfélagið mælir með því að fólk noti grímur í opinberum rýmum til að minnka líkur á smiti COVID-19.

Sýnir hann meðal annars virkni mismunandi tegunda af grímum með því að blása á kerti með þær fyrir vitum sér og bendir á hversu mikil eða lítil áhrif blásturinn hefur á logann.

Myndböndin má sjá í spilurunum hér að neðan.

mbl.is