93 ára mótorhjólakappi fékk draumarafskutluna

Thomas Kemp tekur sig vel út á Harley Davidson-rafskutlunni sinni.
Thomas Kemp tekur sig vel út á Harley Davidson-rafskutlunni sinni. Ljósmynd/SWNS

Hinn 93 ára gamli Thomas Kemp hefur verið mikill mótorhjólaaðdáandi allt sitt líf og hefur hann átt slíkt farartæki síðan hann var unglingur. Hann þurfti þó að hætta þessum ferðamáta sökum aldurs og þótti það mjög leitt. Nú hefur hann þó tekið gleði sína á ný þar sem hann eignaðist á dögunum rafskutlu fyrir aldraða sem lítur út eins og Harley Davidson-hjól að framan. Kemp rakst á þetta hentuga tryllitæki í verslun í heimabæ sínum Poole, á suðurhluta Englands, og minnti það hann á sitt uppáhaldshjól „Triumph Thunderbird“.

Kemp bjó lengi vel í Shoreditch, sem er í austurhluta London, og starfaði við viðgerðir á landbúnaðartækjum og krönum um allt England. Hann ferðaðist því oft á milli staða á mótorhjóli sínu sem var orðið stór hluti af honum sjálfum.

Hann hefur mikið dálæti á því að keyra meðfram sjónum á nýja farartækinu og segir að hjólið veiti honum mikla gleði. Þótt hann sé 93 ára líði honum eins og hann sé 43. Hann gengur enn þá og er fullur af orku en segir að hjólið sé mjög skemmtilegt og frábært fyrir lengri ferðir. Jafnframt tekur hann fram að það sé mikilvægt að geta farið út og notið dagsins, það geri mann einfaldlega hamingjusaman.

Frétt Good News Network.

Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is