Hundur slær í gegn með ábreiðu af Toxic

Söngur hundsins Riley þykir minna á hið þekkta og íkoníska …
Söngur hundsins Riley þykir minna á hið þekkta og íkoníska lag Toxic með popp-prinsessunni Britney Spears. Skjáskot af Youtube

Það eru fáar söngkonur sem ég hef jafn mikið dálæti á og Britney Spears. Britney er ein stærsta popp-prinsessa okkar tíma og eru eflaust margir aðdáendur sammála mér í því að lögin hennar séu tímalaus og koma þau mér oft í betra skap.

Margir hafa deilt ást sinni á Britney á samfélagsmiðlum, sungið sína útgáfu af lögunum hennar og fleira til en ég rakst einmitt á ótrúlega skemmtilegt myndband af svolítið óvanalegum aðdáanda sem tekur stutta en mjög hnitmiðaða útgáfu af hittaranum Toxic með Britney.

Það er hundurinn Riley og eigandi hans Matt deildi myndbandinu á samskiptaforritinu Twitter. Þar skrifar hann „Er það bara ég eða hljómar Riley eins og hann sé að syngja Toxic með Britney Spears?“

Hefur hann greinilega ekki verið einn um það þar sem myndbandið hefur fengið 5,8 milljónir spilana, 424 þúsund like og hafa 175 þúsund Twitter-notendur deilt því þegar þetta er skrifað. Riley er greinilega orðinn þekktasti Britney-aðdáandinn þessa stundina og ég hlakka til að sjá hvort hann taki fleiri góðar ábreiður á næstunni.

Upprunalega myndbandið við lagið Toxic með Britney Spears má sjá hér að neðan.

Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita. 

mbl.is