„Þú ert góð móðir“: Lífið með börn í sóttkví

Youtubestjarnan og móðirin Kristina Kuzmic gaf út tónlistarmyndband á dögunum sem hefur slegið í gegn meðal mæðra á samfélagsmiðlum. Er myndbandið frábær paródía af stórsmelli Billie Eilish, „Bad Guy“, og nefnist „Good mom“ eða á íslensku: „Góð móðir“.

Myndbandið er góð og bráðfyndin lýsing á lífi mæðra með börn í sóttkví og allri ringulreiðinni sem fylgir því fyrirkomulagi.

Foreldrar á Íslandi geta vonast til þess að ekki þurfi að grípa til harðari aðgerða á ný hér á landi vegna kórónuveirufaraldurs en hægt er að sjá tónlistarmyndbandið umtalaða í spilaranum hér að neðan.

mbl.is