Sagði „mamma“ í fyrsta sinn á afmælisdegi Þórunnar

Þórunn Antonía og börn.
Þórunn Antonía og börn. Haraldur Jónasson/Hari

Tónlistarkonan Þórunn Antonía á afmæli í dag en hún fékk afar einstaka afmælisgjöf í morgun þegar sonur hennar, hinn tæplega eins árs gamli Arnaldur Þór, kallaði hana „mömmu“ í fyrsta skipti. Hún deildi gleðifréttunum á Instagram-síðu sinni í morgun og sagði þetta vera bestu afmælisgjöfina.

„Að vakna við að hann kallar þig mamma í fyrsta „alvöru” skiptið þegar þú átt afmæli,“ segir hún í færslu á síðu sinni við myndband af syninum þar sem hann sést segja skýrt og skilmerkilega „mamma“.

Besta afmælisgjöfin

„Besta afmælisgjöfin!!!! Hann byrjaði að segja mamma,“ skrifar hún jafnframt í myndbandið þar sem hún gleðst yfir orði sonarins.

Í sögu sinni á Instagram hvetur Þórunn jafnframt vini og vandamenn sem vilja gefa henni afmælisgjöf í tilefni dagsins til að gerast heimsforeldrar hjá UNICEF en sjálf er hún heimsforeldri.

K100.is óskar Þórunni Antoníu innilega til hamingju með afmælið og þessa einstöku afmælisgjöf.

mbl.is