Sykurlausir gúmmíbirnir valda usla

Það er ekki oft sem umsagnir af Amazon fara á flug á netmiðlum en það hefur þó gerst á síðustu dögum eftir að netverjar uppgötvuðu sprenghlægilegar umsagnir á sykurlausum gúmmíbjörnum frá Haribo.

Þessi ákveðna týpa af gúmmíbjörnum virðist, ef marka má umsagnirnar, vera ákaflega hægðarlosandi og eru lýsingar fólks á líðan sinni eftir át á sælgætinu hreint út sagt bráðfyndnar. 

Hér eru nokkrar af fyndnustu umsögnunum um gúmmíbirnina á Amazon. 

Fékk vininn til að virða fjarlægðarmörk

Viðskiptavinur Amazon að nafni Dexter sagði birnina hafa virkað mætavel fyrir vin hans sem hafði að hans sögn ekki verið að virða fjarlægðarmörk vegna kórónuveirunnar. Það segir hann þó að hafi breyst eftir að hann fékk sykurlausu gúmmíbirnina í afmælisgjöf.

 Hryllingurinn í 30 þúsund feta hæð

 Annar notandi Amazon gaf ýtarlega frásögn af líðan sinni og upplifun í flugvél. Þrátt fyrir að lýsingin hljómi ekki eins og góð upplifun gaf viðkomandi björnunum fimm stjörnur.

Hljóðbylgjudrunan

Einn aðili líkti hljóðinu sem kom frá honum eftir að hafa borðað þrjá gúmmíbirni við hljóðbylgjudrunu.

„Gómsætt snarl frá satan“

Amazon notandi að nafni Selah lýsti sælgætinu sem „gómsætu snarli frá satan“ og sagði líf sitt hafa breyst þegar hún keypti poka af gúmmíbjörnunum. Segist viðkomandi hafa farið í tímaferðalag á meðan hann sat á salerninu eftir átið.

Hrekkurinn virkaði

 Óprúttinn aðili sagði gúmmíbirnina hafa virkað mjög vel sem hrekkur gegn frænda hans. 

„Hjálpið mér“

 Einn viðskiptavinur Amazon skrifaði einfaldlega „Hjálpið mér“ í umsögn við sælgætið.

Niðurgangur við akstur

 Viðkiptavinur að nafni Nicole lýsti ítarlegri frásögn af líðan sinni eftir átið en sagan hefur lýsandi yfirskriftina „niðurgangur við akstur“.

Versti dagur lífsins

Einn notandi sagði daginn sem hann borðaði gúmmíbirnina hafa verið „einn versta dag lífs síns.“

Beinagrindin

 Annar aðili, sem gaf björnunum ekki nema eina stjörnu, sagðist vera orðinn að beinagrind eftir að hafa borðað sælgætið.

mbl.is

#taktubetrimyndir