Húsavík nálgast toppinn

Húsavík - My Hometown er komið í annað sæti á …
Húsavík - My Hometown er komið í annað sæti á Tónlistanum.

Lagið Húsavík - My Hometown, úr myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga þar sem Will Ferrell og Rachel McAdams fara með hlutverk Húsvíkinganna Lars og Sigrit, nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir en lagið er nú í öðru sæti á Tónlistanum. Lagið kemur fast á eftir laginu Esjan með Bríeti sem heldur fyrsta sætinu á listanum. DJ Dóra Júlía greindi frá þessu á K100 í gær.

Jón Jónsson er hástökkvari vikunnar á Tónlistanum en hann stekkur upp um 13. sæti milli vikna með lag sitt Dýrka mest en lagið er nú í 17. sæti á listanum.

Sykurpúðinn Jón Jónsson er hástökkvari vikunnar á Tónlistanum.
Sykurpúðinn Jón Jónsson er hástökkvari vikunnar á Tónlistanum. Ljósmynd/Mummi Lú

Tónlistinn, 40 vinsælustu lög landsins, er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðenda og er eini opinberi vinsældalisti landsins. DJ Dóra Júlía kynnir listann á sunnudögum á K100 á milli 16:00 og 18:00. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify. 

10 vinsælustu lög landsins þessa vikuna

  • 1. Bríet  Esjan
  • 2. Will Ferrell og My Marianne  Húsavík  My Homtown    
  • 3. The Weeknd  Binding Lights 
  • 4. Herra Hnetusmjör –Stjörnurnar
  • 5. The Weeknd  In Your Eyes  
  • 6. Ingó veðurguð  Í kvöld er gigg   
  • 7. Helgi Björnsson  Það bera sig allir vel 
  • 8. Harry Style  Watermelon Sugar  
  • 9. Auður  Enginn eins og þú
  • 10. Will Ferrell og My Marianne  Ja Ja Ding Dong

Listann í heild sinni finnur þú með því að smella hér

Dj Dóra Júlía kynnir Tónlistann Topp 40 alla sunnudaga á …
Dj Dóra Júlía kynnir Tónlistann Topp 40 alla sunnudaga á K100.mbl.is