Hjón á níræðisaldri klæðast gleymdum þvotti

Skjáskot af Instagram

Hjónin Chang Wan-ji og Hsu Sho-er reka fatahreinsunina Wansho Laundry í Taichung, Taiwan. Undanfarna mánuði hefur verið lítið að gera hjá þeim sökum strangra útgöngureglna í landinu vegna Covid-19. Barnabarn þeirra vildi hressa þau við og fékk þá skemmtilegu hugmynd að fá þau til þess að klæða sig upp í föt sem aldrei voru sótt og taka myndir af þeim. Hann ákvað í kjölfarið að búa til instagram reikning fyrir þau saman og birta myndirnar þar inn á.

Áður en þau vissu af hafði instagramsíða þeirra slegið í gegn, með 444 þúsund fylgjendur sem fer fjölgandi með hverjum degi. Undir myndirnar skrifa þau meðal annars að það veiti þeim gleði að fara í nýjan karakter og klæða sig upp.

Þau segja að aldur eigi ekki að takmarka það hverju þú vilt klæðast og auðvelt sé að finna til gömul föt og gera þau að flottum og smart „outfitum”.

Einnig minna þau fólk vinalega á að gleyma ekki að sækja fötin sín í hreinsun, en fötin sem þau klæða sig upp í hafa ekki verið sótt í mörg ár.

Virkilega hressandi og skemmtileg leið til að gera sér glaðan dag! Tíska getur svo sannarlega veitt gleði.

View this post on Instagram

一樣的衣服換一件裙子、一樣的褲子換一件衣服,再加上秀娥一個新的態度,就成了不同的萬吉👴🏼和秀娥👵🏼 萬吉很謝謝大家關心!藏起來的右手努力康復中! 👴🏼萬吉(身長160) 襯衫:至少6年未取花襯衫 內衣:萬吉日常白內衣 褲子:萬吉私服工作短褲 👵🏼秀娥(身長155) 上衣:8年未取紀念T(已找到新主人) 領巾:再度由被遺棄的手帕擔綱 裙子:再度由秀娥30年私服擔綱 💡溫馨提醒|洗衣服請記得拿、認同請分享❤️ These old clothes have been abandoned by customers at the laundry for years. Owners of the laundry store, Wanji and Sho-Er who are over 80 years old. Grandson just can't bear to see them overwhelmed with bore everyday. So, ask them to reinterpret fashion, hoping to let everyone know that age is not a barrier to have fun in fashion and even old clothings can transformed into trendy outfits! 💡A friendly reminder|Don’t forget to pick up your laundry. #萬秀洗衣店 #Wantshow #wantshowasyoung #grandparents - #mixandmatch #clothes #craftsman #しょくにん #ootd #wiw #instafashion #style #fashion #couple #夫婦 #80代 #budapest #grandma #grandpa #dappei @dappei_tw #juksyootd @mixfitmag_snap #cool_ootd #plainme_snap #plainme_life #femmefuture #culturecartel @nataliadornellas #classyvision #vintage #古着 #コーディネート

A post shared by 萬秀的洗衣店|WANT SHOW as young (@wantshowasyoung) on Jul 12, 2020 at 9:05pm PDT

Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist