Deila ráðum til yngri kynslóða

Nokkrar konur á níræðisaldri deildu sínum eigin ráðum með yngri …
Nokkrar konur á níræðisaldri deildu sínum eigin ráðum með yngri kynslóðum á dögunum. Ljósmynd/Unsplash
Það getur verið áhugavert að grípa í visku frá öðrum og læra af þeim sem eldri eru. Fimm konur af dvalarheimilinu Wheatland Manor deildu á dögunum ráðum til yngri kynslóða.
Konurnar eru allar á níræðisaldri og voru skilaboð þeirra birt á snjallsímaforritinu instagram. Ráðin eru einföld og góð en hér er það sem konurnar vildu taka fram:

1. Doris, 89 ára: Gefðu þér meiri tíma til þess að njóta lífsins
2. Alice, 94 ára: Brostu og heimurinn brosir með þér
3. Louis, 93 ára: Reyndu að elska og ekki hata
4. Helen, 98 ára: Komdu vel fram við alla
5. Louis, 96 ára: Spilaðu Uno við ömmu þína

Síðasta heilræðið þykir mér ótrúlega skemmtilegt þar sem mér þótti gaman að spila við ömmu mína Dóru á Grund og þótti vænt um hvað það gladdi hana mikið. Ég ætla að leyfa mér að taka öll þessi heilræði til mín inn í framtíðina!

Konurnar fimm og heilræði þeirra má sjá á instagramsíðunni Feminist hér að neðan.
Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita. 
mbl.is