Mjaldrarnir heilir heilsu og tilbúnir í flutning

Litla-Grá og Litla-Hvít hafa lokið sýklameðferð og eru tilbúnar í …
Litla-Grá og Litla-Hvít hafa lokið sýklameðferð og eru tilbúnar í flutning á griðasvæði sitt í Klettsvík. Ljósmynd/Aðsend

Mjaldravinkonurnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru nú orðnar heilar heilsu en þær hafa lokið sýklameðferð vegna vægrar bakteríusýkingar í maga.

Þetta staðfestir Audrey Padgett framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum í samskiptum við K100.is en Eyjafréttir greindu frá þessu í dag.

Sýkingin í maga mjaldranna uppgötvaðist á meðan á undirbúningi fyrir flutning á griðasvæði þeirra í Klettsvík stóð og varð til þess að fresta þurfti flutningnum. Padgett segist ekki geta staðfest hvenær flutningur hvalanna muni fara fram en staðfestir að undirbúningur flutningsins sé nú kominn í fullan gang. Segir hún þjóðhátíðarhelgina vera síðustu helgina sem gestir geti gengið að því vísu að sjá hvalina í ummönnunarlauginni í safninu þar sem þeir hafa dvalið.

Býst hún við að þó að þjóðhátíð verði ekki haldin í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina muni margir gestir heimsækja Heimaey og hefur safnið því ákveðið að bjóða upp á sérstakar pakkaferðir með fyrirtækjunum Ribsafari og Eyjatours í bátsferð og leiðsögn um safnið.

mbl.is

#taktubetrimyndir