Daði gefur út nýja útgáfu af Think About Things

Nýja útgáfan af Think About Things er mun órafmagnaðri en …
Nýja útgáfan af Think About Things er mun órafmagnaðri en upprunalega útgáfan af smellinum. mbl.is/Eggert

Eurovisionstjarnan Daði Freyr frumsýnir í dag nýja útgáfu af stórsmellinum Think About Things sem flestir telja að hefði náð langt í Eurovision í maí ef ekki hefði verið fyrir kórónuveiruna.

Lagið er að þessu sinni svokölluð „acoustic“-útgáfa og er það spilað án rafmagnaðra hljóðfæra og því nokkuð ólíkt hinni þekktu rafmögnuðu útgáfu af laginu vinsæla. Spilar Daði sjálfur meðal annars á kassagítar ásamt fiðluleikurum sem spila undir lagið.

Lagið hefur þegar verið gefið út á streymisveitunni Spotify og má hlusta á það hér að neðan en lagið verður frumsýnt á Youtube-rás Daða á slaginu 12:00 í dag, föstudag. Myndbandið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.

mbl.is