Barnakórinn sem sló í gegn með lagi Bjarkar

ALESSIA PIERDOMENICO

Björk Guðmundsdóttir er ein af mögnuðustu listamönnum okkar Íslendinga. Hún er kraftmikil og flott fyrirmynd, einstök og listrænn snillingur.

Ég rakst á svo ótrúlega fallegt myndband á Twitter á dögunum frá 2009 sem sýnir barnakórinn PS22 Chorus flytja lagið Jóga eftir Björk, sem ég hafði ekki séð áður.

Flutningurinn er fallegur og magnaður og það er svo skemmtilegt að sjá tjáningu hvers og eins skína í gegn og veitir greinilega gleði. Tónlist er svo mikið afl sem getur gert svo ótrúlega hluti fyrir sálina og þetta myndband hreyfði svo mikið við mér.

Ef við erum að eiga erfiðan dag reynum að láta tónlistina veita okkur kraft og láta okkur að minnsta kosti stundarkorn gleyma okkur í núinu og líða vel.

Hér má sjá upprunalega myndbandið á YouTube.

 Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita. 

mbl.is