Eivør frumsýnir glænýtt myndband frá Íslandi

Íslandsvinurinn Eivør Pálsdóttir gefur út glænýtt tónlistarmyndband.
Íslandsvinurinn Eivør Pálsdóttir gefur út glænýtt tónlistarmyndband. mbl.is/Golli

Tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir gefur út glænýtt tónlistarmyndband við lagið „Sleep On It“ í dag, þriðjudag, en lagið verður á væntanlegri plötu hennar sem kemur út 18. september.

Myndbandið, sem er leikstýrt af Einari Egils og er tekið upp á Íslandi, segir sögu af eins konar heimsendi og endurspeglar merkingu lagsins „Sleep On It“ sem fjallar meðal annars um andvöku og það að þurfa að taka ákvarðanir að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá söngkonunni.

„Það var svo yndisleg upplifun að vera aftur á Íslandi, sem á svo einstakan stað í hjarta mínu, og vera að vinna með svona frábæru fólki,“ segir Eivør í tilkynningunni.

Hægt er að sjá tónlistarmyndbandið í spilaranum hér að neðan en það er frumsýnt klukkan 17:00 í dag.

mbl.is