„Kári er kominn í guðatölu“

mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það sem er að gerast í þessum málum er að það er allt að verða gott,“ sagði spákonan Sigga Kling spurð út í það hvort hún gæti séð fyrir það sem væri að gerast í „COVID-málum“ í við morgunþættinum Ísland vaknar á K100 í vikunni. Sagði hún sjúkdóminn jafnframt vera að hverfa á braut.

„Það getur vel verið að það verði einhver bylgja og það verða meira og minna smit sem eru orðin gömul,“ sagði Sigga. „Gerir okkur ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er eitt sem er ekki hægt að gera og það er að hræða okkur Íslendinga,“ sagði hún.

Bíður eftir styttu af Kára fyrir heimilið

Sagði Sigga jafnframt kímin frá því að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, væri kominn í guðatölu hjá henni. 

„Málið er að þetta er allt rétt gert og ég er agalega ánægð. Kári er kominn í guðatölu. Ég er með Jesú og Maríu og svona fínar styttur heima. Nú er verið að gera styttu af Kára fyrir mig. Ég ætla að hafa ljós og kveikja á því á kvöldin,“ sagði Sigga. 

Sigga Kling ræddi jafnframt um stjörnuspá sína fyrir Júlí sem lenti á mbl.is í lok síðustu viku en hægt er að lesa spá Siggu neðst á vef mbl.is.

 Hlustaðu á allt spjallið við Siggu Kling í Ísland vaknar í spilaranum hér að neðan.mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist