Daði og eurovisionstjörnur flytja „Volcano man“

Ný útgáfa þekktra eurovisionstjarna á smellinum Volcano man úr eurovisionmynd …
Ný útgáfa þekktra eurovisionstjarna á smellinum Volcano man úr eurovisionmynd Will Ferrels hefur slegið í gegn á Youtube. Alexander Rybak sem sigraði keppnina fyrir hönd Noregs 2009 er meðal flytjenda í laginu en Daði Freyr nýjasta eurovisionstjarna Íslendinga lokar laginu með eftirminnilegum hætti. Samsett ljósmynd/ mbl.is/Eggert

Nýjasta eurovisionstjarna Íslendinga hefur gefið út nýja ábreiðu af smellinum „Volcano Man“ úr eurovisionmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, sem hefur sannarlega slegið í gegn hér á landi og víðar, á Youtube síðu sinni.

Er ábreiðan lengri útgáfa af broti úr samsettu myndbandi á vegum Netflix sem birt var á dögunum þar sem fjöldi þekktra eurovisionstjarna taka lagið eftirminnilega. Daði Freyr sjálfur lokar laginu með eftirminnilegum hætti í lok myndbandsins og gerir lagið að sínu eigin með sínum einstaka tónlistarstíl klæddur í grænni peysu að vana. 

Myndböndin má sjá í spilurunum hér að neðan. 

mbl.is