Kynntust hjarta hvers staðar

Útvarpsstöðin K100 kynntist landinu heldur betur í sumar en stöðin …
Útvarpsstöðin K100 kynntist landinu heldur betur í sumar en stöðin heimsótti ýmsa fallega staði á Íslandi í verkefninu Við elskum Ísland í maí og júní.

Öll dagskrá K100 var í beinni útsendingu frá ýmsum áhugaverðum stöðum á landinu alla föstudaga í maí og júní í hringferðinni Við elskum Ísland.

Stöðin ferðaðist til Borgarbyggðar, á Reykjanes, til Hveragerðis, í Snæfellsbæ, til Vestmannaeyja, til Reykjavíkur og endaði ferðina að lokum á Höfn í Hornafirði. Kynntu stjórnendur Ísland vaknar og Síðdegisþáttarins sér allt það sem þessir fallegu staðir á landinu hafa upp á að bjóða fyrir ferðaþyrsta Íslendinga.

K100 ferðaðist um landið á frábærum fararskjóta frá Toyota og …
K100 ferðaðist um landið á frábærum fararskjóta frá Toyota og hjólhýsi frá Víkurverki en öll útsending K100 á ferðalaginu var úr hjólhýsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kynntust uppbyggingunni

Skoðuðu þeir meðal annars þá uppbyggingu sem hefur orðið á undanförnum árum hér á landi í ferðaþjónustu. K100 ferðaðist á glænýrri Toyota Land Cruiser-bifreið um landið og fór öll útsending fram úr glæsilegu útsendingarhjólhúsi frá Víkurverki.

Þyrluþjónustan Helo bauð upp á útsýnisflug á nokkrum þeim stöðum …
Þyrluþjónustan Helo bauð upp á útsýnisflug á nokkrum þeim stöðum sem K100 heimsótti. Logi Bergmann og Siggi Gunnars nutu þess að skoða landið úr háloftunum.

Kristín Sif, einn stjórnenda morgunþáttarins Ísland vaknar, segir það hafa verið æðislega skemmtilegt og mikla upplifun að ferðast um Ísland og vakna með landsmönnum á mismunandi stöðum á landinu alla föstudaga.

Ýmsir heimamenn heimsóttu hjólhýsið á ferðalagi K100 um landið. Þórunn …
Ýmsir heimamenn heimsóttu hjólhýsið á ferðalagi K100 um landið. Þórunn Antónía sem búsett er í Hveragerði var einn þeirra gesta sem leit við í viðtali við Síðdegisþáttinn.

„Það var áhugavert að fara á alla þessa fallegu staði og hitta fólkið á hverjum stað og heyra hvað það hafði að segja. Maður lærði þá eitthvað nýtt í stað þess að þurfa að leita sér upplýsinga, sem eru kannski auðfinnanlegar en þá fékk maður svona kjarnann úr samfélögunum sem við heimsóttum. Maður uppgötvaði nýja hluti sem maður vissi ekki af,“ segir Kristín Sif í samtali við K100.is og Morgunblaðið.

Ísland vaknar, með Kristínu Sif, Ásgeiri Páli og Jóni Axel, …
Ísland vaknar, með Kristínu Sif, Ásgeiri Páli og Jóni Axel, vaknaði snemma á nýjum stað alla föstudaga í hringferðinni.

Öðruvísi að heyra frá fólki

„Með því að fara á staðina fékk maður að kynnast hjarta þeirra og hitta fólk sem var inni í öllu. Það er allt öðruvísi að heyra frá fólkinu sjálfu á stöðunum en að lesa bara um þá. Öll ástríðan sem er búið að leggja í vinnuna og uppbygginguna á samfélaginu skein úr þessu fólki,“ sagði hún.

mbl.is

#taktubetrimyndir