Konur hafa áhyggjur í mánuð á ári

Það sem er í gangi í heiminum, svefnleysi og fjárhagur …
Það sem er í gangi í heiminum, svefnleysi og fjárhagur eru með algengustu hlutunum sem konur hafa áhyggjur af samkvæmt nýrri rannsókn sem bendir til þess að konur eyði að meðaltali heilum mánuði á ári í að hafa áhyggjur. Ljósmynd/Thinkstock

Konur verja að meðaltali heilum mánuði á hverju ári í það að hafa áhyggjur samkvæmt nýrri rannsókn. Rannsóknin sem um ræðir var gerð á 2.000 fullorðnum einstaklingum og bentu niðurstöður hennar til þess að konur eyddu að meðaltali næstum tveimur klukkutímum á dag í áhyggjur eða kvíða.

Tveir þriðju af þessum tíma fór jafnframt í að hafa áhyggjur af öðrum en þeim sjálfum. Greint er frá þessu á fréttavefnum Mirror.

Til samanburðar eyddu karlmenn um einum og hálfum klukkutíma á dag í að hafa áhyggjur. Einn af hverjum tíu karlmönnum viðurkenndu einnig að enginn tími færi í að hugsa um aðra en þá sjálfa. 

Konur virðast, að meðaltali, hafa meiri áhyggjur en karlmenn.
Konur virðast, að meðaltali, hafa meiri áhyggjur en karlmenn. Ljósmynd/Getty images

64 prósent kvenna sögðust eiga sér tímabil þar sem þær væru stanslaust með áhyggjur, sérstaklega núna í dag og voru faraldur kórónuveirunnar, mótmæli og ótti vegna versnandi hagkerfis algengustu áhyggjuefnin.

Þá bentu niðurstöður rannsóknarinnar til þess að konur væru tvisvar sinnum líklegri til að hafa áhyggjur af mataræði, heilsu, menntun og framtíð barna og barnabarna heldur en karlmenn. 57 prósent kvennanna sögðu jafnframt að áhyggjurnar gerðu það að verkum að þær vanræktu eigin heilsu.

Tuttugu algengustu hlutirnir sem konur höfðu áhyggjur af voru:

1. Það sem er í gangi í heiminum 

2. Að fá ekki nægan svefn

3. Fjárhagur

4. Þyngdaraukning

5. Heilsufar ættingja eða vinar

6. Að eldast

7. Öryggi fjölskyldunnar

8. Útlit

9. Að verða seinar eða hafa ekki nægan tíma til að gera eitthvað

10. Starf eða vinna

11. Að það sem þær séu að gera sé nógu gott

12. Að muna allt sem þær þurfa að gera

13. Skortur á hvatningu

14. Þeirra eigin slæma heilsa

15. Að verða einar í ellinni

16. Að klára allt á tékklistanum

17. Foreldrar að eldast og þurfa ummönnun

18. Heilsa barna/barnabarna

19. Framtíð barna/barnabarna

20. Hvort fólki líki vel við þær

mbl.is