12 ára „Maríuerlur“ prjóna til góðgerða

Þorgerður Erla Ögmundsdóttir og Þórey María Kolbeinsdóttir, sem báðar eru …
Þorgerður Erla Ögmundsdóttir og Þórey María Kolbeinsdóttir, sem báðar eru 12 ára gamlar og reka saman prjónavöruverslunina Maríuerlu, þótti mikilvægt að geta hjálpað öðrum börnum sem ekki væru jafn heppnar og þær með því að selja prjónavörur. 80% af ágóðanum af sölunni rennur til góðgerðasamtakana UNICEF á meðan 20% fer í efniskostnað. Ljósmyndir/Aðsendar

Tvær ungar og efnilegar stúlkur, þær Þorgerður Erla Ögmundsdóttir og Þórey María Kolbeinsdóttir, reka saman prjónavöruverslunina Maríuerlu. Þær eru 12 ára gamlar og rennur 80% af ágóðanum til góðgerðasamtakana UNICEF á meðan 20% fer í efniskostnað. Allar prjónavörurnar í Maríuerlu eru handprjónaðar af þeim sjálfum. Ég spjallaði aðeins við þessar flottu stelpur um þetta frábæra framtak.

Stelpurnar koma frá Álftanesi og eru á leið í 7. bekk í haust. Þær segjast hafa mjög gaman að því að prjóna og hafa gert það síðan þær voru 9 ára gamlar. Þorgerður Erla lærði af ömmu sinni en Þórey María af mömmu sinni.

Hér eru Þorgerður Erla og Þórey María klæddar í peysum …
Hér eru Þorgerður Erla og Þórey María klæddar í peysum sem þær prjónuðu sjálfar áður en þæt afhentu prjónavörur til mikilvægs kúnna.

Þær langaði að styrkja gott málefni og létu verða að því að stofna prjónavöruverslun. Spurðar út í það hvað varð til þess að þær völdu UNICEF sögðu þær að UNICEF hjálpaði börnum um allan heim og þeim sem ungum stelpum þætti mikilvægt að hjálpa öðrum börnum sem væru ekki jafn heppin og þær. Höfðu þær sjálfar samband við UNICEF sem tóku vel í samstarfið. Mikið af garninu sem þær prjóna úr fengu þær að gjöf frá ullarversluninni Gusta.is sem vildi styrkja stúlkurnar.

Hægt er að versla af stelpunum inná vefsíðu Maríuerlu og þar eru að finna fallegar húfur, eyrnabönd, ungbarnasokka og fleira til. Tilvalið að gera hlý og góð kaup og styrkja mikilvægt málefni í leiðinni.

Þetta er ekkert smá fallegt og flott framtak og ég óska þessum flottu stelpum alls hins besta og hlakka til að fylgjast með þessum ungu, efnilegu og hjartahlýju hönnuðum!

Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita. 

mbl.is

#taktubetrimyndir