Reri á móti straumnum með kærustunni og mömmu

DJ Dóra Júlía fór ásamt kærustu sinni Báru og móður …
DJ Dóra Júlía fór ásamt kærustu sinni Báru og móður sinni á svokallað Paddle-Board-námskeið á Akureyri. Ljósmynd/Aðsend

Ég sit hér við skrif á Akureyri, lúin eftir dásamlegan dag úti í náttúrunni. Þvílík gleði sem útiveran veitir sálarlífinu.

Nú í fyrradag fór ég ásamt mömmu minni og kærustu í svokallaða Paddle-Board kennslu niðri við höfn. Paddle-Board líkist að einhverju leyti brimbretti en þú notar ár til að róa áfram og krefst þetta mikils jafnvægis.

Ég var heldur kvíðin að prófa en það kom skemmtilega á óvart hversu vel þetta fór þegar maður náði að draga andann djúpt og njóta. Þótt við rerum gegn straumnum flugum við áfram með einbeitingu og gleði að vopni.

Það þarf nefnilega ekki alltaf að fylgja straumnum til þess að komast áleiðis. Oft þarf bara ákveðni og trú á eigin getu og þá geta hlutirnir heppnast ótrúlega vel og veitt ómetanlega gleði!

View this post on Instagram

💛

A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) on Jul 6, 2020 at 4:59pm PDT

Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita. 

mbl.is