Dreifir huga sjúklinga með tónlist

Hjúkrunarfræðingurinn Damaris Silva í Santiago, Chile spilar tvisvar sinnum í …
Hjúkrunarfræðingurinn Damaris Silva í Santiago, Chile spilar tvisvar sinnum í viku á fiðluna sína að lokinni vakt fyrir sjúklinga á spítalanum sem hún starfar á til að gleðja þá og dreifa huga þeirra. Skjáskot úr myndskeiði

Tónlist getur verið kraftmikið afl sem veitir sálinni gleði. Hin 26 ára gamla Damaris Silva veit allt um það enda er hún afar fær fiðluleikari.

Silva starfar sem hjúkrunarfræðingur í Santiago, Chile og tvisvar sinnum í viku spilar hún á fiðluna sína að lokinni vakt fyrir sjúklinga á spítalanum sem hún starfar á. Sjúklingarnir hafa tekið mjög vel í þetta og er greinilegt að tónlistin dreifir huga þeirra og færir þeim gleði.

Markmið Silva er að gefa örlítið af ást, trú og von með fiðlunni sinni og segist hún alltaf spila beint frá dýpstu hjartarótum. Virkilega fallegt og skemmtilegt að sjá hvað tónlistin getur gefið mikið af sér.

View this post on Instagram

(Santiago, Chile): After her shift is over, 26-year-old nurse Damaris Silva plays the violin at 6 pm 2x a week for her patients (many Coronavirus) in El Pino Hospital. In the video you can see patients giving her the thumbs up and applauding. Her goal is to “give a little bit of love, faith, of hope with my violin. (...) I do it from my heart.” Video courtesy: Reuters / Pablo Sanhuesa (Santiago, Chile): Después de su turno, la enfermera de 26 años Damaris Silva toca el violín para sus pacientes dos veces a la semana en el Hospital el Pino— muchos de los pacientes tienen coronavirus. Dice que lo hace con el fin de demostrar amor, dar fe y esperanza con su violín...y dice que viene de corazón.

A post shared by Good News Movement (@goodnews_movement) on Jul 7, 2020 at 12:34pm PDT

Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita. 

mbl.is

Bloggað um fréttina