Ljósmóðir á forsíðu Vogue

Ljósmóðirin Rachel Millar prýðir forsíðu tískutímaritsins Vogue.
Ljósmóðirin Rachel Millar prýðir forsíðu tískutímaritsins Vogue. Ljósmynd/Dóra Júlía

Ég fjárfesti á dögunum í nýjasta tölublaði tískutímaritsins Vogue. Ég hef verið dyggur aðdáandi Vogue frá því ég var lítil stelpa og á fjöldan allan af tölublöðum heima. Forsíðurnar prýða alls konar flottir einstaklingar sem eru gjarnan leikkonur, listakonur og fyrirsætur og vekur forsíðan gjarnan mikla athygli.

Það er líka magnað hvað áberandi einstaklingar geta verið miklar fyrirmyndir, og hvað fyrirmyndir skipta í raun miklu máli, oft meira máli en við gerum okkur grein fyrir. Fyrirmyndir ryðja brautina, geta stappað stálinu í þá sem líta upp til þeirra. Þær hafa völd til þess að vekja athygli á því sem skiptir máli og eru hvatning fyrir aðra. Því er svo mikilvægt að hafa fjölbreyttar fyrirmyndir og það skiptir máli að vekja athygli á þeim sem vinna hetjudáð.

Í júlí tímariti Vogue prýðir heilbrigðisstarfskona forsíðuna og er hún klædd vinnugalla  sínum, sem er svo mikilvægt og magnað. Þetta greip athygli mína um leið og í blaðinu er einnig að finna ýmis viðtöl við fjölbreyttan hóp framlínustarfsmanna sem hafa hætt lífi sínu og lagt ómetanlega mikið af mörkum, hvern einasta dag og þá verið sérstaklega áberandi undanfarna mánuði.

Viðtölin voru hjartnæm og einlæg og undirrituð táraðist við lestur á kaffihúsi. Ég er ánægð með þetta framtak hjá Vogue og get ekki komið því í orð hvað ég tek mikið að ofan fyrir heilbrigðisstarfsfólki um allan heim. Þau eru ljós punktur í tilverunni og er mikilvægt að veita þeim viðurkenningu, sýna þeim þakklæti og fá innblástur úr því magnaða hlutverki sem þau sinna.

Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita. 

mbl.is