„Husavik“ og „Ja Ja Ding Dong“ í eyrum landsmanna

Eurovisionmynd Wills Ferrells var frumsýnd 26. júní en lagið Husavik …
Eurovisionmynd Wills Ferrells var frumsýnd 26. júní en lagið Husavik - My Hometown úr myndinni er strax komið í 16. sæti á listanum en lagið Ja Ja Ding Dong situr í 24. sæti. Það er því greinilegt að lögin hafa fallið í kramið hjá Íslendingum. Skjáskot úr myndskeiði

Hljómsveitin Fire Saga, sem samanstendur af Húsvíkingunum Sigrit Ericksdottir (Rachel McAdams) og Lars Erickssong (Will Ferrell) í myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem hefur heldur betur vakið athygli víða, er nú mætt á Tónlistann, 40 vinsælustu lög landsmanna. Það er því greinilegt að tónlistin úr myndinni er að falla í kramið hjá Íslendingum.

Myndin var frumsýnd 26. júní en lagið Husavik - My Hometown er strax komið í 16. sæti á listanum en lagið Ja Ja Ding Dong situr í 24. sæti. Lögin eru flutt af Will Ferrell sjálfum ásamt My Marianne sem syngur fyrir Rachel McAdams. DJ Dóra Júlía greindi frá þessu á K100 í gær, sunnudag.

The Weeknd heldur fyrsta sætinu á listanum síðan í síðustu viku en Ingó veðurguð með lagið Í kvöld er gigg er í öðru sæti og Bríet er í því þriðja með smellinn Esjan.

Hástökkvari vikunnar á Tónlistanum er enginn annar en Stefán Hilmars með lagið Dagur nýr sem hoppar um 10 sæti milli vikna. 

Tónlistinn, 40 vinsælustu lög landsins, er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðenda og er eini opinberi vinsældalisti landsins. DJ Dóra Júlía kynnir listann á sunnudögum á K100 á milli 16:00 og 18:00. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify.

10 vinsælustu lög landsins þessa vikuna

  • 1. The Weeknd — Binding Lights  
  • 2. Ingó Veðurguð — Í kvöld er gigg 
  • 3. Bríet— Esjan
  • 4. The Weeknd — In Your Eyes 
  • 5. Helgi Björnsson — Það bera sig allir vel 
  • 6. Auður — Það er enginn eins og þú 
  • 7. Daði og Gagnamagnið — Think About Things 
  • 8. Ariana Grande ft. Justin Bieber — Stuck with U 
  • 9. Benee —Supalonely
  • 10. Dua Lipa — Break My Heart 

Listann í heild sinni finnur þú með því að smella hér

Dj Dóra Júlía kynnir Tónlistann Topp 40 alla sunnudaga á …
Dj Dóra Júlía kynnir Tónlistann Topp 40 alla sunnudaga á K100.
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist