Horfir á sjónvarpið á svifvængjum

Ofurhugi nokkur hefur vakið mikla athygli á netheimum eftir að hann birti myndband af sér sitjandi í sófa fyrir framan sjónvarp á meðan hann svífur um á svifvængjum.

Ekki er að sjá að maðurinn, Hasan Kaval,  sé að spá mikið í öryggisatriðum þar sem hann situr í makindum beltislaus í inniskóm fyrir framan sjónvarp, horfir á Tomma og Jenna og gæðir sér á snakki og drekkur gos í mörg hundruð metra hæð.

View this post on Instagram

A post shared by 𝓗𝓪𝓼𝓪𝓷 𝓴𝓪𝓿𝓪𝓵 (@hasan_kaval) on Jul 1, 2020 at 10:14am PDT

Daily Mail hefur eftir Kaval, sem starfar við svifvængjaflug og kennir slíka iðju, að hann hafi ekki verið hræddur í flugferðinni og að vinir hans, sem hjálpuðu honum að koma ferlíkinu á flug, hafi treyst honum. „Ég var í góðu lagi,“ sagði hann. 

Hefur myndbandið bæði vakið óhug og aðdáun netverja en það má sjá í spilaranum hér að neðan.

mbl.is