Bera kennsl á íslensk sumarhljóð

Ýmis hljóð einkenna hið einstaka íslenska sumar en hversu auðvelt …
Ýmis hljóð einkenna hið einstaka íslenska sumar en hversu auðvelt er að þekkja þau? mbl.is/Pétur Magnússon

Sumarleikurinn „Söngur sumarsins“ hóf göngu sína í dag, mánudag, á K100. Snýst leikurinn um að bera kennsl á ákveðin hljóð sem einkenna íslenska sumarið til að eiga möguleika á því að vinna glæsilega vinninga fyrir alla fjölskylduna.

Mun leikurinn fara fram reglulega yfir daginn á K100 í beinni útsendingu og geta hlustendur hringt inn í síma 571-1111 til að fá að spreyta sig á hljóðunum. Allir sem ná að hringja inn á stöðina og giska á rétt hljóð fá tvo miða í Color Run 5. september og máltíð fyrir tvo að eigin vali með drykk frá Sport & grill í Smáralindinni.

Ef þú þekkir öll hljóðin sem tengjast íslenska sumrinu gætir þú jafnframt unnið fyrir alla fjölskylduna:

  • Afnot af glænýrri Toyota Land Cruiser bifreið í tíu daga.
  • Gistingu í sjö nætur á hótelum Íslands hótela víðsvegar um landið.
  • 50 þúsund króna eldsneytisúttekt hjá Orkunni
  • Samsung Galaxy Tab spjaldtölvu frá Tæknivörum
  • Lúxus snekkjuferð meðfram ströndum Reykjavíkur frá Seatrips.is
  • Fatnað fyrir alla fjölskylduna frá Zo-On
  • Nóa kropp í ferðalagið frá Nóa Síríus
  • Þyrluflug frá Helo.is

Hlustaðu á K100 og taktu þátt í Söng sumarsins. 

mbl.is

#taktubetrimyndir