Lætur krabbameinið ekki stoppa sig

Tia nýtur lífsins þrátt fyrir harða baráttu við krabbamein.
Tia nýtur lífsins þrátt fyrir harða baráttu við krabbamein. Skjáskot af Instagram @thetiabeestokes

Það er magnað að sjá hversu mikill kraftur er fólginn í jákvæðni og hvað gleðin getur gert mikið. Ég rakst á alveg ótrúlega fallegt myndband af snjallsímaforritinu TikTok sem fól í sér kraftmikil skilaboð.

Myndbandið er frá ungri konu að nafni Tia sem greind er með krabbamein. Í því er hún að dansa ásamt lækninum sínum inn í nýjan dag. Hún skrifar texta inn á myndbandið þar sem hún segir gærdaginn hafa verið óhugnanlegan. Hún hafi misst stjórn á samhæfingu í fótleggjunum, allan kraft og líkami hennar hafi verið að skjálfa.

Hver einasti dagur sé mismunandi og þú vitir aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér, því sé mikilvægt að NJÓTA og lifa lífinu til hins fyllsta akkurat í dag. Það minnir mann á hvað lífið er hverfult og mikilvægi þess að njóta hvers dags til hins ýtrasta.

Hún naut þess greinilega að eiga góðan dag með ótrúlega flottum og skemmtilegum dansi og veitir þetta myndband mikinn innblástur og er svo falleg leið til þess að horfa á lífið. Jákvætt viðhorf gerir svo ótrúlega mikið og ég óska þessari flottu ungu konu alls hins allra besta. 

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist