Hvetur aðdáendur til að kjósa

Camila Cabello hvetur aðdáendur sína til að kjósa í forsetakosningunum …
Camila Cabello hvetur aðdáendur sína til að kjósa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram í nóvember. Heppinn aðili sem skráir sig í kosningarnar á möguleika á að vinna einkaviðtal við söngkonuna. AFP

Camila Cabello, söngkonan knáa, hvetur aðdáendur sína í Bandaríkjunum til að skrá sig til að kjósa í forsetakosningunum þar í landi sem fram fara í nóvember.

Í yfirlýsingu til aðdáenda sinna segir hún að þeir sem skrá sig í gegnum samtökin HeadCount geti unnið einkaviðtal við sig. Þátttakendur verða valdir af handahófi um hver mánaðarmót þar til 1. október. Greint er frá þessu á fréttavef Z100.

Stjörnuparið Beyonce og Jay-Z hafa einnig gengið til liðs við HeadCount. Markmið þeirra er að fá yngri kjósendur til þátttöku í forsetakosningunum vestanhafs.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist