Heiðruðu sorphirðustarfsmenn

Sorphirðustarfsmennirnir gátu varla varist tárum þegar samfélagið tók á móti …
Sorphirðustarfsmennirnir gátu varla varist tárum þegar samfélagið tók á móti þeim með gjöfum og fögnuði til heiðurs þeim til að þakka fyrir þjónustu þeirra.

Sorphirðustarfsmennirnir Saul og Keon starfa í Miami, Florida og hafa lagt ótrúlega mikið gott af mörkum ásamt því að halda borginni hreinni. Þeim var aldeilis komið á óvart á dögunum þar sem samfélagið í þeim bæjarhluta sem þeir vinna aðallega í tók sig saman ásamt borgarstjóra Miami með gjöfum og fögnuði til heiðurs þeim. Greint er frá þessu á fréttavef Good News Network.

Á myndbandi frá viðburðinum sést kona þakka þeim innilega fyrir starf þeirra og fyrir allt það sem þeir hafa gert fyrir fólkið. Þeir dreifi jákvæðri og magnaðri orku og góðmennsku. Hafi þeir meðal annars hjálpað einni nágrannakonunni í 45 mínútur að leita að giftingarhringnum sínum í ruslinu og beðið með öðrum nágranna í meira en klukkutíma sem var að glíma við hjartavandamál og beið eftir sjúkrabíl.

Það er svo fallegt að sýna samkennd og leggja sitt af mörkum til þess að gleðja og vera til staðar fyrir fólkið í kringum sig, þó það sé eitthvað sem felst ekki í stafslýsingunni þinni. Virkilega gaman að sjá þá fá viðurkenningu fyrir þetta og á myndbandinu má sjá að þetta snerti þá djúpt og skipti þá miklu máli.

View this post on Instagram

WASTE COLLECTORS SURPRISED BY COMMUNITY (Miami Beach, Fl): Waste collectors Saul and Keon were surprised by this Miami Beach community and the Mayor Dan Gelber with a celebration and gifts. Our follower who sent us this story as it happened told Good News Movement: “They do so much more than pick up our trash. Saul and Keon go above and beyond their job descriptions and bring an incredible, positive energy to the entire neighborhood. Simply put, they spread joy. Their stories of kindness are inspiring and include ones like when Saul spent 45 minutes helping a neighbor dig through her trash to help her look for her lost wedding ring and when Saul waited over an hour with a neighbor who was having heart issues and needed an ambulance. “ ❤️

A post shared by Good News Movement (@goodnews_movement) on Jun 26, 2020 at 10:09pm PDT

Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is