Daði Freyr „túristast“ um París

Daði Freyr virðist hafa notið sín í París á dögunum.
Daði Freyr virðist hafa notið sín í París á dögunum. Skjáskot af TikTok

Nýjasta eurovisionstjarna Íslendinga, Daði Freyr Pétursson, deildi nýlega myndbandi á samfélagasmiðlinum TikTok af ferðalagi sínu um París í Frakklandi sem hann kveðst hafa heimsótt á dögunum.

Eins og svo oft áður deildi Daði stuttu frumsömdu lagi með myndbandinu þar sem hann sést spóka sig á þekktum ferðamannastöðum í París, svo sem við Eiffelturninn og Rauðu mylluna og stilla sér upp hjá þeim að hætti ferðamanna á meðan hann syngur um hegðun dæmigerða ferðamannsins.

Hér að neðan má sjá Daða „túristast“ um París undir lagi sínu sem hann kallar einfaldlega: „I am a tourist“ sem þýða má yfir á Íslensku sem: „Ég er ferðamaður“

mbl.is

#taktubetrimyndir