Bjargaði hjóli úr þjófshöndum

Facebook/Steve Farmer

Það er svo margt yndislegt fólk til og góðmennska er svo fallegt og kraftmikið afl sem veitir uppbyggilega hvatningu og innblástur. Það er fátt sem er jafn hlýtt í hjartað og sögur af góðverkum sem minna mann á það hvað fólk getur verið einstaklega frábært. Ég rakst á eina mjög skemmtilega frétt frá London í Englandi.

Maður nokkur, Steve Farmer að nafni, hjólaði í vinnuna og læsti hjólinu sínu fyrir utan lestarstöð í nágrenni við vinnustaðinn. Þegar hann ætlaði að hjóla heim sá hann að hjólið var horfið og lásinn hafði verið brotinn upp. Áður en hann gat „fríkað” út kom maður að honum veifandi og bað hann að setja tölurnar á lásinn til þess að vera viss um að hann væri eigandinn. Þegar að það var komið á hreint brosti maðurinn sínu breiðasta og sagðist vera með hjólið hans.

Þessi maður heitir Abdul Muneeb og vinnur fyrir lestarstöðina. Hann hafði rekið augun í þjóf að brjóta upp lásinn og fékk hann þjófinn til þess að láta sig fá hjólið og fara burt, fór þaðan með hjólið inn á öruggan stað. Ekki nóg með það heldur beið hann svo í yfir fjóra tíma eftir að vaktinni hans lauk til þess að vera viss um að hjólið færi í öruggar hendur eigandans. Farmer fór beint á samfélagsmiðlana til þess að þakka Abdul fyrir þetta magnaða góðverk og hefur fréttin vakið mikla athygli, og vonandi veitt fleirum innblástur til góðverka.

Ótrúlega fallegt og skemmtilegt, áfram góðmennska og umhyggja!

Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is