Rúm sem hjálpar í baráttunni við hroturnar

Hrotur halda oft vöku fyrir fólki.
Hrotur halda oft vöku fyrir fólki. mbl.is/Thinkstockphotos

„Það skemmtilegasta við þetta rúm er að það aðstoðar þig við að minnka hrotur. Það eru skynjarar í rúminu sem nema titring í lungunum, því hrotur eru að stærstum hluta öndun,“ segir Steinn Kári Ragnarsson, eigandi Vogue-búðarinnar, en hann heyrði í Ísland vaknar í gærmorgun og ræddi þar um nýtt Ergomotion Smart rúm sem er fáanlegt er í versluninni. 

„Rúmið nemur þetta og um leið og þú byrjar þá byrjar það að hækka þig upp og aðstoðar þig við að anda eðlilega, þannig að þú hrýtur minna,“ sagði Steinn Kári.

„Það hjálpar þér að bæta svefninn á svo margan máta. Þetta rúm mælir hvað þú sefur lengi, hjartslátt, öndun og hreyfingu og hroturnar þínar. Þegar þú ert kominn með þessar upplýsingar og veist hvernig þú andar og hvort þú ert með öndunarerfiðleika þá getur þú fyrst byrjað að vinna í svefninum,“ sagði hann.

Steinn Kári sagði aðspurður mikinn mun á því að vera með snjallrúm og snjallúr eins og margir nota þegar til að fylgjast með svefninum. „Þarna ertu kominn eins nálægt því að vera með skynjara sem virka án þess að vera beintengdir við þig,“ útskýrði hann.

Inboxið að fyllast af hrotum

Ergomotion heilsurúm er snjallrúm sem aðstoðar þig við að bæta …
Ergomotion heilsurúm er snjallrúm sem aðstoðar þig við að bæta svefninn. Ljósmynd/Vogue

„„Inboxið“ á tölvupóstinum mínum er að fyllast af hrotum frá mökum sem eru að senda upptökur af eiginmanninum eða eiginmanninum. Besta hrotan getur unnið svona rúm,“ sagði Kristín Sif, einn þáttastjórnanda Ísland vaknar, og uppskar hlátur í stúdíóinu. Vísaði hún í nýjan hrotu-leik K100 sem haldinn er í tilefni af frumsýningu nýja Ergomotion snjallrúmsins.

Þátttakendur geta sent upptöku af hrotum maka síns á hrotur@k100.is til að eiga möguleika á að vinna Ergomotion heilsurúm með öllu en pakkinn er að verðmæti 900.000,- krónur.

Hlustaðu á allt spjallið við Stein Kára í Ísland vaknar í spilaranum hér að neðan. 

mbl.is